Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum - 173 svör fundust
Niðurstöður

Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?

Í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er ekki samið um alla samningskaflana samtímis heldur er samið sérstaklega um hvern og einn, þótt einhverjir kaflar séu opnaðir eða þeim lokað á sama tíma. Betur hefur gengið að vinna úr þeim köflum sem heyra undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið. Þá hefur það t...

Samstarfsráð Arabaríkjanna við Persaflóa

Samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (e. Co-Operation Council for the Arab States of the Gulf, CCASG) eða „Flóaráðinu“ eins og það er yfirleitt kallað var komið á fót árið 1981. Aðildarríki ráðsins eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Konungsríkið Barein, Konungsríkið Sádi-Arabía, Soldánsveldið Óman, Katar og ...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Gengissamstarf Evrópu

Fyrra gengissamstarf Evrópu (e. European Exchange Rate Mechanism, ERM) var stofnað á grundvelli peningakerfis Evrópu (e. European Monetary System, EMS) árið 1979 í þeim tilgangi að auka samvinnu aðildarríkja Evrópubandalagsins í peningamálum. Samvinnunni var komið á fót í tengslum við tillögur um stofnun Efnahags-...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Hvaða áhrif hefur endurkjör Barack Obama Bandaríkjaforseta á Evrópusambandið?

Það fór varla framhjá neinum að Barack Obama, frambjóðandi demókrataflokksins, var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag, 6. nóvember. Í aðdraganda kosninganna hafði alþjóðleg könnun leitt í ljós að á heimsvísu hefði Obama hlotið yfirburðakosningu, eða 81% atkvæða gegn 19% atkvæða til stuðnings...

Schengen-ríkin

Schengen-samstarfið hófst árið 1995. Markmið samstarfsins er tvíþætt: Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðana. Hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum þátttökuríkjanna. Í da...

Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?

Ólíklegt er að Ísland gæti samið um varanlega undanþágu frá því að heimila innflutning á lambakjöti þar sem það er andstætt meginreglu Evrópuréttar um frjálsa vöruflutninga. – Í nýlegum bráðabirgðaniðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að núgildandi bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti frá aðildarrík...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?

Í þeim löndum sem tekið hafa upp evruna (€) eru allir evrupeningar gjaldgengir, bæði seðlar og mynt. Myntirnar eru mismunandi eftir því í hvaða landi þeim er dreift í upphafi, en þær gilda engu að síður í öllum evrulöndum. *** Evruseðlarnir eru allir eins og eru til seðlar með verðgildi frá 5 evrum upp í 50...

Hver er afstaða ESB til kjarnorkuvopna og hvaða aðildarríki ESB eiga kjarnorkuvopn?

Evrópusambandið hefur ekki mótað heildstæða stefnu um kjarnorkuvopn þar sem afstaða aðildarríkjanna er mjög mismunandi. Sum aðildarríki treysta á kjarnorkuvopn til að tryggja öryggi sitt á meðan önnur telja kjarnorkuvopn ógna öryggi. Þau ESB-ríki sem einnig eru aðilar að NATO samþykkja að einhverju leyti jákvætt h...

Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?

Nei, það eru engin tímamörk á aðildarviðræðunum. Að minnsta kosti eru engir tímafrestir nefndir í opinberum gögnum málsins, hvorki af hálfu Íslands né Evrópusambandsins. Viðræðurnar munu því vara svo lengi sem þeim lýkur ekki með undirritun aðildarsamnings eða vegna þess að annar aðilinn slítur þeim. *** Í o...

Stendur til að fleiri ríki fái aðild að EES-samningnum?

Undanfarin misseri hefur það verið til umræðu innan Evrópusambandsins að smáríkin Andorra, Mónakó og San Marínó verði þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu með aðild að EES-samningnum eða fái aðgang að innri markaði Evrópusambandsins með samningi að fyrirmynd EES-samningsins. Þá hefur ESB einnig lagt til að Svis...

Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?

Reglugerðir Evrópusambandsins banna alla ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru þó veittar ef inngrip ríkisins er...

Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki, það er að segja styrki frá aðildarríkjunum sjálfum, sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveð...

Leita aftur: